Kosningabarátta án umræðu um innflytjendur og flóttamenn?

 Það er magnað að fylgjast með umræðunni fyrir komandi kosningar. Flóttamenn og innflytjendur ber varla á góma, svo heitið geti. Hvorki hjá frambjóðendum né svokölluðum fréttamönnum. Umræðuþáttur frambjóðenda úr "Kraganum" í kvöld, á stöð tvö, tók ekkert á þessum málum og engu líkara en oddvitar flokkanna í framboði hefðu gleymt sér á köflum og ekki áttað sig á því að hugsanlega væri einhver að horfa á þá. Jafnvel börn. Sama gamla eilífðarþvaðrið um það sem þú gerðir, gerðir ekki, tókst eða mistókst hjá þér og þinni stjórn og "ég er miklu betri en þú" kjaftæðið. Meira að segja pírataframbjóðandinn breyttist í þreyttan, margþvældan og hundleiðinlegan þurs í þættinum. Ásakanapólitík er slæm pólitík. Þó nauðsynlegt sé að gera upp liðna tíð, virðast stjórnmálamenn verstir, þegar kemur að því að ræða mál af einhverri skynsemi. Hélt að þátturinn snérist um næsta kjörtímabil, en eins og ávallt dettur þetta lið í sama leiðindagírinn og skilur kjósendur eftir í tómarúmi. Tómarúmi tortryggni og efasemda. Tómarúmi óuppfylltra loforða og totryggni þess sem lofað er. Á meðan kjósendur horfa til framtíðar, þræta stjórnmálamenn um fortíðina. Flestir frambjóðenda bulluðu sömu söluræðuna, en einn stóð sig þó best, er kom að skynsamlegri umræðu og leiðréttingum á bulli hinna. Það var Bjarni Benediktsson.

 Ekki orð um það meir.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan


Bloggfærslur 20. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband